Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Bjart framundan

 

Eftirfarandi ljóð er eftir  Þóru Mörtu Stefánsdóttur, sem bjó að Undralandi í Reykjavík (1905-1981).

 

Þóra birti nokkur ljóð í tímaritinu Breiðfirðingi, skrifaði eina barnabók og tók saman ættifræðirit.

 

 

VORHLJÓMAR

 

1.

Nú heilsar oss röddin himinskær,

í haganum lyng og víðir grær,

í hlíðinni stendur bóndabær

með burstum og hvítum þiljum.

 

Af heiðinni andar blíður blær,

og bunar í fjallagiljum.

En djúpt inn í landi dalur hlær,

þar dansar laxinn í hyljum.

 

2.

Sóngur ómar,

loftið ljómar,

yftist sól úr ægi blá.

Fagur morgunöðull roðar

reynilund og silungsá.

Hjer í blárra fjalla faðmi

finn jeg svölun æðstu þrá.

Glitrar dögg á grænum baðmi

— gullindaggar morgunbrá.

 

3.

Hýrt er í sveit,

hjarðir á beit.

Eygi jeg út til stranda.

Víðhvelfing há,

himinblá!

Lyft þú sál minni ljósvegu á!

Bjart er til beggja handa.

 

(Hlín, 1960)

 

 

Mynd: ísmús

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload