• Steinunn Inga Óttarsdóttir

„Ef næg tækifæri hefðu gefizt...“


Þegar gamlar minningargreinar um konur eru skoðaðar segir oftar en ekki eitthvað á þessa leið „Hún var fjölhæf og smekkvís kona og lék allt í höndum hennar, sem hún snerti á. Hafa án efa búið með henni verulegir hæfileikar til áþreifanlegrar og sýnilegrar listar ef næg tækifæri hefðu gefizt til að þjálfa þá. En hún bjó einnig yfir hæfileikum til skáldskapar og ritlistar...“

Þetta á t.a.m. við um Helgu Þorkelsdóttur Smára sem sendi frá sér eitt smásagnasafn um ævina. Ritdómari Eimreiðarinnar hafði m.a. það að segja um bókina að líkast væri sem höfundur hefði skrifað þetta í hjáverkum og að nóg væri komið af kvenrithöfundum.

NÝR HEIMUR

Uppfinning á öllum sviðum,

opnast heimur nýr,

lengist jarðarlífið,

en lifshamingjan flýr.

Áður en eitt er fengið,

önnur vaknar þrá.

Getum við ekki gengið

ígeimnum til og frá?

Morðvopn eru tilbúin,

af mannsins vilja gjörð.

Mikið er sœrð og kveinar

vor móðir jörð.

Vissulega i verkinu

viskan stundum þver.

Guð er flestum gleymdur,

þótt guðsríki sé hér.

Þótt uppfinning sé undur,

er eftirtekjan rýr.

Morðvopn eru meðhöndluð,

og mennirnir verða dýr.

Hvað er það sem kemur?

og hvað er það sem fer?

Líf á jörð er ekkert

leikfang handa þér.

(1966)

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband