Er Stella skáldkona?


Eitt best geymda leyndarmál íslenskrar bókmenntasögu síðustu ára er hver er á bak við dulnefnið Stella Blómkvist.

Höfundurinn hefur skrifað harðsoðna reyfara með femínísku tvisti í rúm tuttugu ár og enn hefur það ekki lekið út hver hann er fyrir víst.

Á dögunum kom út tíunda bókin í Stelluseríunni, Morðið í Snorralaug. Bakgrunnur sögunnar er að venju íslensk stjórnmál, spilling og valdabarátta.

Spurning dagsins er því, hver er Stella og á hún heima í skáldatalinu?