• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Vetrarkvíði


Þegar myrkur þjakar sál

og þungi grúfir yfir,

umhyggjan er meginmál

á meðal alls sem lifir.

Þegar lægst á lofti er

sól en ljós í hverjum glugga

halda skulum heilög jól

og hrinda burtu skugga.

Þegar angrar uppgjörið

af ársins kvíða’ og tári

lítum frekar fram á við

og fögnum nýju ári.

Þegar kuldi kvelur tær

og kinnar eru að frjósa f

innst á himni fegurð skær

í flögri norðurljósa.

Þegar löng er lífsins bið

og leysingarnar voma,

innst í hjarta vitum við

að vorið er að koma.

Sigurlín Hermannsdóttir

(2006)

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband