• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Dagamunur

Úr nýrri ljóðabók eftir Sigurlínu Hermannsdóttur, Nágrönnum (2019)

Þá degi er lokið, ég legg hann til hliðar,

sem lín upp á snúruna hengi

og fannhvítir sumir í blíðviðri bærast

svo bjartir og gleðja mig lengi.

Þar eru og hinir sem hanga svo þungir

og hreinsað ei fæ þótt ég reyni.

Blettirnir minna á mistök og galla

því mannlega bresti þar greini.

Að síðustu eru þeir svörtu og þykku

sem sannlega þrái að varast.

Á bjartsýnisdögum ég bið þess og vona

að burtu þeir fjúki sem snarast.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband