„Nýlega er komin út skáldsagan Víkingadætur eftir Kristínu M. J. Björnsson. Bókin er annað bindi af skáldsögu höfundar. Aðalpersóna sögunnar Gréta er nú kominn til útlanda og er bókin skrifuð í formi bréfa frá Grétu til móður sinnar og annarra ættingja og vina heima á Íslandi. Bókin er prentuð í Leiftri og það er Prentsmiðjan Leiftur h.f., sem gefur hana út. Það vekur sérstaka athygli, að í bókinni er geysimikið af kvæðum og vísum, sem aðalpersónan yrkir, einnig talsvert af þýðingingum á þekktum erlendum kvæðum. Slíkt er ekki að undra, því að höfundurinn hefur einmitt verið þekktur áður fyrir ljóðagerð og orti þá undir skáldanafninu Ómar ungi. Á bls. 167 birtist þýðing á þjóðsöng Íslendinga yfir á ensku, en höfundurinn dvaldist um árabil vestanhafs.“ (Mbl, 19. nóvember 1969)
Kristín M. J. Björnsson bætist í skáldatalið í dag. Hún er 300. skáldkonan sem hafin er til vegs og virðingar á skáld.is.
Hér má lesa viðtal við Kristínu M. J. Björnsson frá 1970: