SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Steinunn Inga Óttarsdóttir 5. október 2019

Dularvegir og þung lífsreynsla

Eva Hjálmarsdóttir (1905-1962) var sérkennileg skáldkona sem ritaði bernskuminningar sínar og samdi ljóð og sögur. Hún var jafnan skilgreind út frá veikindum sínum í umfjöllun um skáldskap hennar en hún var rúmföst að mestu um dagana. Hún skrifaði t.d. kristilegar sögur og um dulræna reynslu auk þess sem hún samdi ljóð og ævintýri. Bækur Evu fengu milda dóma, kannski vegna veikindanna. Um bók hennar Á dularvegum segir í Tímanum 2.12.1956:

„Hér er um töluvert óvenjulega bók að ræða. Höfundurinn, Eva Hjálmarsdóttir, er alkunn af fyrri bókum sínum, Ijóðum, barnasögum og æskuminningum. Hún er gáfuð og listhneigð kona, sem ritar fagurt mál. Lífsreynsla hennar er þung, og það mótar lífsviðhorf hennar og frásögn. Í þessari bók segir hún frá dulrænni reynslu sinni ýmiss konar, en þó einkum draumum, sem reynzt hafa forsagnir og fyrirboðar. Þetta eru allt örstuttar sögur, sagðar á einföldu og fögru máli, engar málalengingar. Eru draumarnir og atvik þau sem sagt er frá harla athyglisverðir. Þeir, sem hugsa um þessi efni, munu kunna að meta þessa bók Evu. En mönnum mun ekki aðeins finnast um tilefni þessarar bókar heldur eigi síður hve vel og hófsamlega þessar stuttu sögur eru sagðar.“

Bókarkápan frá 1956 verður að teljast einstaklega vel viðeigandi og smekkleg.