Skáldatal Guðrúnar Evu

 

Skáldatalið fer fram í Gerðubergi 2. október næstkomandi og stendur frá 20-21:30. Að þessu sinni er Guðrúnu Evu Mínervudóttur boðið ásamt Friðgeiri Einarssyni til að ræða verk sín, gömul og ný, drauma sína og hversdag ásamt hverju öðru því sem þeim dettur í hug. Bæði sendu frá sér smásagnasöfn fyrir síðustu jól en Ástin Texas, eftir Guðrúnu Evu, hlaut Fjöruverðlaun í flokki fagurbókmennta árið 2019. 

 

Skáldatalið heyrir undir svonefnt Bókakaffi í Gerðubergi sem er ein af fjölmörgum kaffistundum sem boðið er upp á í menningarhúsum Borgarbókasafnsins. Kvöldin eru hugsuð til þess að leiða saman rithöfunda og lesendur. Frekari upplýsingar má finna á viðburðarsíðu safnsins: Bókakaffi - Skáldatal Guðrúnar Evu og Friðgeirs.

 

 

 

 

Myndin er fengin af viðburðarsíðu Borgarbókasafnsins. 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband