• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Vetrargulrótum fagnað


Á morgun, 1. október, verður útgáfu bókarinnar Vetrargulrætur eftir Rögnu Sigurðardóttur fagnað í Eymundsson, Austurstræti. Útgáfuhófið hefst kl. 17 og verða léttar veitingar á boðstólum. Ragna les upp valin kaflabrot og fæst bókin á sérstöku tilboðsverði.

Forlagið gefur bókina út og er myndin fengin af viðburðarsíðu útgáfunnar.