• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Útvarp Elísabet


Útvarp Elísabet er afar fersk og skemmtileg nýjung. Það er Elísabet Jökulsdóttir skáldkona sem stofnaði útvarpsstöðina og er hún sömuleiðis þáttastjórnandi. Þetta er því fyrsta hlaðvarp íslenskrar skáldkonu, svo vitað sé.

Þegar hér er komið sögu eru þættirnir orðnir fjórir talsins og eru þeir af ýmsu efni en skáldskapurinn er aldrei fjarri, líkt og nærri má geta. Fyrir rétt um mánuði útvarpaði Elísabet fyrsta þættinum, Á bakvið alheiminn er lítil tjörn, og síðan hafa þættirnir verið u.þ.b. vikulega á dagskrá. Útvarp Elísabet er aðgengilegt á vefsíðunni Soundcloud.com.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband