• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Baðið eftir Ásdísi Óladóttur


Ljóð dagsins er eftir Ásdísi Óladóttur. Það birtist fyrst í ljóðabókinni Haustmáltíð árið 1998 og kom síðan út aftur í ljóðaúrvalinu Sunnudagsbíltúr sem var gefið út árið 2015 í tilefni af 20 ára skáldaafmæli Ásdísar. Það er mikill fengur í ljóðasafninu sem geymir úrval úr sjö ljóðabókum skáldkonunnar.

Baðið

Hún opnar

dyr

stígur á

vott gólf

skrúfar frá

vatn fossar

rennir

stífum lás

hneppir

gylltum tölum

drúpir höfði

og vatnið fellur

á gráan huga.