Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Baðið eftir Ásdísi Óladóttur

  

Ljóð dagsins er eftir Ásdísi Óladóttur. Það birtist fyrst í ljóðabókinni Haustmáltíð árið 1998 og kom síðan út aftur í ljóðaúrvalinu Sunnudagsbíltúr sem var gefið út árið 2015 í tilefni af 20 ára skáldaafmæli Ásdísar. Það er mikill fengur í ljóðasafninu sem geymir úrval úr sjö ljóðabókum skáldkonunnar.

 

 

 

Baðið

 

Hún opnar

dyr

 

stígur á

vott gólf

 

skrúfar frá

 

vatn fossar

 

rennir

stífum lás

 

hneppir 

gylltum tölum

 

drúpir höfði

 

og vatnið fellur 

á gráan huga. 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload