Slokknar á morgunstjörnunni

 

Upphafslínur úr ljóðinu „Vetur“ úr bókinni Dvergliljur eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur hafa verðið meitlaðar í eir og lagðar í steinhellur sem minnisvarði um merkar bókmenntir og frábæra skáldkonu. Verkið var afhjúpað á nýju torgi sem kallast Steinbryggja í miðbæ Reykjavíkur á dögunum. 

 

Skáldin Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir fluttu ljóð eftir Vilborgu af þessu tilefni. Á Steinbryggju geta vegfarendur sest á skáldabekk, og notað snjallsímakóða til að hlusta á Vilborgu sjálfa lesa „Vetur“ og fleiri frábær ljóð.

 

Vilborg Dagbjartsdóttir fæddist á Hjalla á Vestdalseyri þann 18. júlí árið 1930. Eftir hana liggur fjöldi skáldverka. Fyrsta ljóðabók Vilborgar var Laufið á trjánum sem kom út árið 1960 og var hún þá ein af fáum konum sem skrifuðu atómljóð. Þá hefur Vilborg verið ötull og öflugur þýðandi í gegnum árin og kennari í Austurbæjarskóla í samfelld 45 ár. 

 

Vetur

Þegar slokknaði á morgunstjörnunni
varð máninn kyrr.
Sólin veifaði
skýjaslæðu
til hans
yfir fjallið
sem gleymdi að taka ofan
nátthúfuna

Fíngerðan rósavef
óf á rúðuna
frostið

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband