Fyrsta leikrit eftir konu í Þjóðleikhúsinu

 

Fyrsta leikrit eftir íslenska konu sem sett var á svið í Þjóðleikhúsinu var söngleikurinn Ferðin til Limbó eftir Ingibjörgu Jónsdóttur (1933-1986). Leikritið var sýnt árið 1964 og fékk misjafna dóma.

 

Í Alþýðublaðinu, 12. janúar 1965  segir: Ferðin til Limbó er fjörmikið, litskrúðugt verk, mætavel lagað fyrir augu barnanna sem fylgdust með því af vakandi áhuga frá upphafi til enda...“. Síðan bætir gagnrýnandi við: „En þess er ekki að dyljast að Ferðin til Limbó er einkar efnisrýrt verk; sagan sem sögð er í leiknum barnagaman í einfaldasta myndasögustíl. Þar á móti er það Ingibjörgu Jónsdóttur til lofs og dýrðar að hún dregur enga dul á þetta og setur sig í engar lærimeistarastellingar yfir börnunum. Hún segir þeim sína einföldu sögu einföldum orðum.“

 

Loftur Guðmundsson segir um leikritið í pistli í Eimreiðinni 1966: „Þá efndi Þjóðleikhúsið til sýningar á barnaleikriti eftir hina afkastamiklu skáldkonu Ingibjörgu Jónsdóttur, „Ferðin til Limbó", með tónlist eftir aðra Ingibjörgu — Þorbergs. Börnin virtust skemmta sér prýðilega, en ekki var þar mikill skáldskapur á ferðinni og bætti hvorug Ingibjörgin við hæð sína þar. Undarlegt tiltæki annars að fara að kenna barnaleikrit við forgarð Helvítis í Guðdómlegasjónarspilinu eftir Dante, nærri óafsakanleg fátækt í landi þjóðsagna og ævintýra að þurfa að fá aðalpersónurnar að láni hjá Walt Disney. En látum svo vera - börnin skemmtu sér og til þess var leikurinn gerður.“

 

Á.Hj.  hittir kannski naglann á höfuðið í Morgunblaðinu, 12. janúar 1966: „Þó að harðfullorðnum áhorfanda eins og mér hljóti að finnast fátt um ýmislegt í þessum leik, skiptir það litlu máli; börnin voru auðsæilega glöð og ánægð, klöppuðu fyrir hverju atriði og fagnaðarlátunum í lokin ætlaði seint að linna. Þær innilegu viðtökur eru næg sönnun þess að ævintýrið um músabömin eigi þrátt fyrir allt vinsældir og langt líf fyrir höndum.“

 

Furðulegt að sjá að í frétt um leikritið í Mánudagsblaðinu skuli hvorki vera mynd af Ingibjörgu Jónsdóttur né Þorbergs (sem samdi tónlistina), heldur teikning af Bessa Bjarnasyni!

 

Allt um Ingibjörgu Jónsdóttur, rithöfund og þýðanda í skáldatali

 Myndin er héðan

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband