• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Afmælisbarn dagsins


Arnfríður Jónatansdóttir fæddist þennan dag árið 1923, fyrir 96 árum. Hún byrjaði snemma að yrkja og fékk m.a. birt eftir sig ljóð í tímaritinu Emblu, einungis 22 ára. Árið 1958 sendi hún frá sér ljóðabókina Þröskuldur hússins er þjöl sem geymdi viðlíka nýjungar og tíðkuðust á þeim tíma meðal svonefndra atómskálda en aldrei var hún talin til þeirra. Nokkrir ritdómar voru skrifaðir um bókina og voru þeir frekar jákvæðir en annars umlék hana þögnin. Úr því var bætt fyrr á þessu ári en þá réðst Una útgáfuhús í endurútgáfu á ljóðabókinni í von um að hún fengi tilhlýðilegan sess í bókmenntasögunni.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband