• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Skáldkonan sem hvarf


Ljóð dagsins er eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og birtist í ljóðabókinni Hvar sem ég verð sem kom út árið 2002. Bókin hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 og var auk þess tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs árið 2004. Ingibjörg var einnig mikilvirkur þýðandi úr rússnesku og þýddi mörg þekktustu verk Dostojevskíj og Búlgakov. Frekari upplýsingar um Ingibjörgu má finna í Skáldatalinu.

Skáldkonan sem hvarf

Var hún lögst til svefns

meðal blómanna hvítu?

Var hún hvíslandi lind

var hún smáfugl á grein?

Var hún týnd í skógi

af skáletruðum orðum?

Var hún ef til vill orðin

að ljóði úti í skógi?

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband