• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Tækifærið tefur ei...


Guðfinna Þorsteinsdóttir (Erla) orti ljóð fyrir börn og fullorðna, þulur og stökur, en birti lítið fyrr en um miðjan aldur. Eftir hana eru ljóðabækurnar Hélublóm (1937), Fífulogar (1945) og barnaljóðin Ævintýri dagsins (1958). Hún hafði mikinn áhuga á þjóðlegum fróðleik og tók saman frásagnaþætti sem hún m.a. birti í söfnunum Völuskjóða (1957) og Vogrek (1959). Þýðing hennar á skáldsögu Williams Heinesens, De fortabte spillemænd, kom út árið 1956 undir nafninu Slagur vindhörpunnar.

Lesa má ýmislegt um ævi og skáldskap Guðfinnu/Erlu í BA-ritgerð Ásdísar Helgu Óskarsdóttur, „Ég er vængstýfður fugl“: Um náttúrusýn í ljóðum Erlu - Guðfinnu Þorsteinsdóttur, frá 2015. Heildarsafn skáldverka hennar var gefið út 2013, ritstjóri: Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.

Guðfinna orti m.a.:

Tækifærið tefur ei,

taktu það í skyndi,

annars berst það frá sem fley

fyrir hvössum vindi.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband