Ljóðagjörningar heima og erlendis

Skáldkonan Eyrún Ósk Jónsdóttir mun á næstu vikum flytja tvo ljóðagjörninga, hvorn í sínu landinu.

 

Menningarnótt

Hinn fyrri er á dagskrá á  Menningarnótt, laugardaginn 24. ágúst. Þá flytur Eyrún Ósk ljóð við afrískan trommuleik Akeem Richard en Akeem er þekktur hér á landi fyrir störf sín í þágu fjölmenningar. Verkið ber yfirskriftina Serimónía: ljóð og afrískur trommusláttur og fjallar m.a. um flóttamenn og umhverfisvernd. Flutningur þess tekur um fjörutíu mínútur en áhorfendum gefst kostur á að taka þátt á meðan og að flutningi loknum verður boðið upp á spjall. Frekari upplýsingar um viðburðinn má nálgast hér.

 

Finnland

Seinni gjörningur Eyrúnar Óskar fer fram á listahátíð í Finnlandi þann 6. september. Hann kallast Poetry meditation on peace and love og er áhrifamikil ljóðahugleiðsla um frið og kærleika sem Eyrún Ósk flutti í fyrra á Friðardögum Reykjavíkurborgar. Þetta verður í fyrsta skipti sem Eyrún Ósk flytur ljóð sín erlendis. Hér má sjá frekari upplýsingar um viðburðinn í Finnlandi.

   

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband