SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Jóna Guðbjörg Torfadóttir 8. ágúst 2019

Þankar og þorri

Sífellt bætist við Skáldatalið og fara skáldkonurnar að nálgast 300 talsins. Nýjasta viðbótin er Guðrún J. Þorsteinsdóttir (1922-2003) en hún gaf út eina ljóðabók, Þankar á flugi árið 1988, sem geymir 35 ljóð ásamt teikningum eftir Margréti Birgisdóttur. Hér má lesa eitt ljóðanna:

Skammdegismyrkur á þorra

Þegar myrkrið er mest

og magnleysið leggst yfir sálina,

sé ég fyrir mér lækinn,

sem liðast niður túnið.

Endalaust, endalaust

líður hann áfram.

Ég heyri margstrengja hljóminn

dökkna og lýsast

leysast sundur í ýmsa tóna,

tafir við steina

verða að smá andköfum,

en svo er hann aftur frjáls

og flýtir sér niðurfjallshlíðina,

áfram, áfram.

Ég ligg í röku grasinu

og augu mín reika um himininn,

hina endalausu víðáttu.

Og handan fljótsins rís jökullinn

með hvíta fannbungu,

eins og lok

á fjötraðri mannssál.

Feyktu mér vindur

upp í hæðirnar,

svo ég finni svalann

leika um mig.