• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Huldubréf á merkum degi


Skáldkonan Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, fæddist þennan dag, 6. ágúst, árið 1881 að Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hulda er einna þekktust fyrir þjóðhátíðarljóðið Hver á sér fegra föðurland og sinnti hún einkum ljóðagerð um ævina. Hún sendi frá sér sjö ljóðabækur og einnig fjölda skáld- og smásagna samfara því að reka stórt heimili.

Árið 1905 giftist Hulda Sigurði Sigfússyni frá Halldórsstöðum í Reykjadal en nálgast má bréfaskriftir Huldu til tengdamóður sinnar, Sigríðar Jónsdóttur, á vef Kvennasögusafns Íslands.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband