• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Eftir versló


Verslunarmannahelgin afstaðin með bogri í lágreistu tjaldi, brenndu grillkjöti, volgum bjór og umferðarteppu og við birtum ljóð henni til heiðurs.

Sigurbjörg Þrastardóttir yrkir í Hryggdýrum (2018) um Lopa:

Margir á stjákli

í peysum

með regluleg

hjartalínurit yfir brjóst

- jafnvel bak

svo enginn fái

þá

ónotahugmynd

að örvænta

Mynd: amazon.uk