Huldubréf á merkum degi

 

Skáldkonan Hulda, Unnur Benediktsdóttir Bjarklind, fæddist þennan dag, 6. ágúst, árið 1881 að Auðnum í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hulda er einna þekktust fyrir þjóðhátíðarljóðið Hver á sér fegra föðurland og sinnti hún einkum ljóðagerð um ævina. Hún sendi frá sér sjö ljóðabækur og einnig fjölda skáld- og smásagna samfara því að reka stórt heimili. 

 

Árið 1905 giftist Hulda Sigurði Sigfússyni frá Halldórsstöðum í Reykjadal en nálgast má bréfaskriftir Huldu til tengdamóður sinnar, Sigríðar Jónsdóttur, á vef Kvennasögusafns Íslands.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband