• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Sokkar dauðans

Guðrún Hannesdóttir orti svo listilega um dauðann:

ég lofaði dauðanum

að prjóna á hann sokka

tæki hann mig auma

úr táradal þessum

en það gerði hann ekki

skömmin sú arna

greip bara með sér

þá glöðu og ríku

– gerpið atarna

skeytti hvorki

um skömm né sóma

tók lukkunnar börn

í lífsins blóma

skildi mig eftir

skarn allra barna

í dimmu horni

– fanturinn svorni

hvað geri ég nú?

hvers á ég að gjalda?

gráta mun ég

þurrum tárum

þó sokkalaus skeinist hann

um veröld sárkalda

– um aldir alda!

(ort út frá fornri hálfkæringsvísu með kúnstugu rími)

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband