• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Skáldhneigð og skyldustörf

Merkiskonan Elín Vigfúsdóttir á Laxamýri (1891-1986) var farkennari um tíma og síðan húsfreyja á stóru heimili þar sem umsvif voru mikil í öllu tilliti. Hún sendi frá sér eina ljóðabók um ævina, þá orðin öldruð.

Það „verður að teljast lífsafrek að geta sætt stórbrotna skáldhneigð við skyldustörf heimilis sem krafðist svo mikils. Ég hygg að það sé ekki ofmælt að jafnlyndi hennar og þolgæði, ásamt óvenju skörpum gáfum og ást á öllu sem lifir, hafi verið sterkust einkenni hennar“ segir í minnningargrein um hana.

Nafn hennar bætist nú í safn skáldkvenna á Íslandi.

Ljósmynd af Elínu: Mats Wibe Lund

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband