• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ég man slitur

Ljóð dagsins að þessu sinni er úr nýútkominni ljóðabók eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Ljóðabókin ber titilinn Fugl/Blupl og er gefin út af bókaforlaginu Sæmundi.

Ég man slitur

Steinar eru ekki í fötum,

neðansjávar hreyfast þeir á ostruhraða:

þetta er neðansjávarlíf.

Ég man slitur.

Barnið situr við dúkku

sem snigill hefur skreytt

innan fúnandi veggja

með slefi um nótt.

Slefrákirnar tindra í dagsbirtunni.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband