• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ég man slitur

Ljóð dagsins að þessu sinni er úr nýútkominni ljóðabók eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Ljóðabókin ber titilinn Fugl/Blupl og er gefin út af bókaforlaginu Sæmundi.

Ég man slitur

Steinar eru ekki í fötum,

neðansjávar hreyfast þeir á ostruhraða:

þetta er neðansjávarlíf.

Ég man slitur.

Barnið situr við dúkku

sem snigill hefur skreytt

innan fúnandi veggja

með slefi um nótt.

Slefrákirnar tindra í dagsbirtunni.