Ég man slitur

Ljóð dagsins að þessu sinni er úr nýútkominni ljóðabók eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur. Ljóðabókin ber titilinn Fugl/Blupl og er gefin út af bókaforlaginu Sæmundi.

 

 

Ég man slitur

 

Steinar eru ekki í fötum,

neðansjávar hreyfast þeir á ostruhraða:

þetta er neðansjávarlíf.

 

Ég man slitur.

 

Barnið situr við dúkku

sem snigill hefur skreytt

innan fúnandi veggja 

með slefi um nótt.

 

Slefrákirnar tindra í dagsbirtunni.

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband