Súrar eiginkonur


Jóhanna Kristjónsdóttir (1940-2017) sendi ung frá sér þrjár skáldsögur. Seinna skrifaði hún ferðabækur og fleira. Bók hennar Perlur og steinar (1993) varð feikivinsæl en hún fjallar um tímabilið sem hjónaband Jóhönnu og Jökuls Jakobssonar, rithöfundar og leikritaskálds, stóð.

Á þeim árum sátu snillingarnir á Mokka og ræddu bókmenntir og listir yfir rauðvínsglasi fram á kvöld en eiginkonurnar voru súrar á svip og urðu kannski að henda í eina skáldsögu til að eiga fyrir salti í grautinn.