• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Morgunmáni, nekt og stofumyrkur


Ljóð dagsins fjallar um morgunmánann og er eftir Bergrúnu Önnu Hallsteinsdóttur. Ljóðið birtist í ljóðabókinni Stofumyrkur sem kom út í seríu Meðgönguljóða árið 2013. Bergrún Anna er í Skáldatalinu.

Minn morgunmáni

Sofandi líkami

bundinn sjónarrönd

við teljum þöglu augnablikin

saman

þessa morgna.

Svona vorum við í dag:

þú: nakinn,

gullinn,

leiðst rólega

burt.

ég: umvafin

stofumyrkri

full af steinum

og orðum

ósögðum

haldandi í mér andanum

þar til þú varst

farinn.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband