Oddný á heimaslóðum

Föstudaginn 19. júlí heldur Steinunn Inga Óttarsdóttir fyrirlestur í Sauðaneshúsi um Oddnýju Guðmundsdóttur, skáldkonu frá Hóli á Langanesi. Oddný var þjóðþekkt á sínum tíma fyrir skáldsögur sínar og hárbeitta pistla í fjölmiðlum en er nú flestum gleymd.

Fyrirlesturinn er hluti af Bryggjudögum í plássinu og af því tilefni er efnt til sýningar á munum úr eigu Oddnýjar sem ekki hafa lengi komið fyrir augu almennings. Þar verða m.a. gatslitnir gönguskór hennar, bréf og bækur, ljósmyndir og handrit.

Hér má sjá dagskrá Bryggjudaga á Þórshöfn 2019 og hér má glugga í glænýja meistararitgerð Steinunnar Ingu um Oddnýju.

Um Oddnýju má lesa er í skáldatali.