• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Oddný á heimaslóðum

Föstudaginn 19. júlí heldur Steinunn Inga Óttarsdóttir fyrirlestur í Sauðaneshúsi um Oddnýju Guðmundsdóttur, skáldkonu frá Hóli á Langanesi. Oddný var þjóðþekkt á sínum tíma fyrir skáldsögur sínar og hárbeitta pistla í fjölmiðlum en er nú flestum gleymd.

Fyrirlesturinn er hluti af Bryggjudögum í plássinu og af því tilefni er efnt til sýningar á munum úr eigu Oddnýjar sem ekki hafa lengi komið fyrir augu almennings. Þar verða m.a. gatslitnir gönguskór hennar, bréf og bækur, ljósmyndir og handrit.

Hér má sjá dagskrá Bryggjudaga á Þórshöfn 2019 og hér má glugga í glænýja meistararitgerð Steinunnar Ingu um Oddnýju.

Um Oddnýju má lesa er í skáldatali.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband