• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Hannes stutti

Í dag hafði Illugi Jökulsson Frjálsar hendur á rás 1 Þátturinn fjallaði um Hannes „stutta“ Hannesson, lausamann og skáld í Snæfellsness- og Dalasýslum á 19. öld.

Þrjár konur fjölluðu um þennan merkismann á prenti. Tvær þeirra eru í skáldatalinu, þær Thedódóra Thoroddsen og Ingunn Jónsdóttir frá Kornsá.

Sú þriðja var Anna Thorlacius.

Þær skrifuðu allar æviþætti um hann og birtu í Eimreiðinni 1920-1921 og gefa í senn heildstæða og fjölbreytta mynd af þessum sérstæða manni sem orti tómt bull.

Hér er hægt að hlusta á þáttinn.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband