• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Súsanna hefur fengist við sitt af hverju

Súsanna Svavarsdóttir er komin í skáldatalið. Einnig hefur hún gefið okkur leyfi til að birta eftir sig ritdóma, viðtöl og greinar sem hún skrifaði á áratuga löngum ferli sínum sem menningarblaðamaður fyrir Morgunblaðið, Þjóðviljann, DV, Fréttablaðið og fleiri prentmiðla.

Í dag birtum við ritdóm Súsönnu um smásagnasafn Svövu Jakobsdóttur, Undir eldfjalli, sem kom út árið 1989.