• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Einkamál í dagsljósinu

Ása Sólveig -Dagblaðið, 48. tölublað (26.02.1979), Blaðsíða 10

Ása Sólveig Guðmundsdóttir var ein skærasta stjarnan á áttunda áratugnum. Hún vakti mikla athygli fyrir fyrstu skáldsögu sína Einkamál Stefáníu sem fjallaði um unga, aðþrengda konu í úthverfi sem glíma mátti við þung og erfið fjölskyldumál. Sagan þótti lyftistöng fyrir nýju kvennahreyfinguna á Íslandi og hlaut Ása Sólveig mikið lof fyrir bók sína.

Í viðtali við Dagblaðið sagði Ása Sólveig að hana langaði ,,til að skrifa um líf kvenna eins og það í raun og veru er, en ekki setja upp glansmynd af því,[...] og ég skrifa um konur, því heim karla gjörþekki ég ekki. En ég get ómögulega séð að kynin séu fjendur og ég hef aldrei öfundað karlmenn. Þeir eru reyrðir í fyrirvinnuhlutverk allan guðslangan daginn og á næturnar eiga þeir að standa sig í bólinu — og geta þar engu leynt." (Dagblaðið, 48. tölublað (26.02.1979))

Einkamál Stefaníu

Ása Sólveig fékk Menningarverðlaun Dagblaðsins árið 1978 og var Einkamál Stefaníu önnur tveggja bóka sem tilnefnd var til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs sama ár.