• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Siðspillt tröllskessa, uppfull af skömm

Eva Rún Snorradóttir er maístjarnan 2019. Hún ólst upp í Breiðholtinu. Eftirfarandi ljóð birtist á facebooksíðu Reykjavíkur bókmenntaborgar, 8. ágúst 2014 og er of gott til að birta það ekki að minnsta kosti árlega:

Fjallahneigð

Prúð, stillt, mjúk og góð

ólst ég upp, umvafin blokkum

sem földu ykkur

vandlega, kyrfilega.

Það var ekki talað um ykkur

nema í fornum sögum.

Menn fóru upp á ykkur.

Konur úr öðrum víddum

ráfuðu um ykkur

í litríkum kjólum,

þreifandi á grösugum

lendunum.

Grjót rennur niður

mjúkar hlíðar ykkar.

Vindar leika

um sællega toppana.

Rakir moldarhólar

bíða snertingar.

Og ég,

siðspillt tröllskessa

uppfull af skömm,

lít undan

lokkandi ásjón ykkar

á ferðum mínum um þjóðveginn,

læt á engu bera.

Mynd af Evu Rún: benedikt.is

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband