Siðspillt tröllskessa, uppfull af skömm

 

 

 

Eva Rún Snorradóttir er maístjarnan 2019. Hún ólst upp í Breiðholtinu. Eftirfarandi ljóð birtist á facebooksíðu Reykjavíkur bókmenntaborgar, 8. ágúst 2014 og er of gott til að birta það ekki að minnsta kosti árlega: 

 

Fjallahneigð

 

Prúð, stillt, mjúk og góð

ólst ég upp, umvafin blokkum

sem földu ykkur

vandlega, kyrfilega.

 

Það var ekki talað um ykkur

nema í fornum sögum.

Menn fóru upp á ykkur.

Konur úr öðrum víddum

ráfuðu um ykkur

í litríkum kjólum,

þreifandi á grösugum

lendunum.

 

Grjót rennur niður

mjúkar hlíðar ykkar.

 

Vindar leika

um sællega toppana.

Rakir moldarhólar

bíða snertingar.

 

Og ég,

siðspillt tröllskessa

uppfull af skömm,

lít undan

lokkandi ásjón ykkar

á ferðum mínum um þjóðveginn,

læt á engu bera.

 

 

Mynd af Evu Rún: benedikt.is

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband