Alzheimer og eldgos


Edda Andrésdóttir er ekki bara landsfræg fjölmiðlakona og fréttaþulur. Hún hefur skrifað endurminningar sínar frá sumardögum í Vestmannaeyjum og gosinu í Heimaey 1973, fjallað um hvernig alzheimer-sjúkdómurinn lagði föður hennar að velli á skömmum tíma og sent frá sér tvær viðtalsbækur þar sem hún ræddi við ekki ómerkari konur en Auði Laxness og séra Auði Eiri.

Edda bætist í skáldatalið í dag.