• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Hátt á þriðja hundrað skáldkonur

Nú eru skáldkonurnar orðnar 275 talsins á skáld.is. Mikið starf hefur verið unnið við vefinn frá upphafi og gríðarlega mörg handtök eru eftir. Við fögnum hverri konu sem sest á skáldabekkinn, sumar eru sveipaðar frægðarljóma, aðrar að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og enn aðrar rísa úr djúpi gleymsku og þöggunar og öðlast loksins tilvist meðal jafningja og verðskuldaðan heiður.

Skáldkonur á myndunum í efri röð hafa allar bæst við á síðustu dögum.

Þær eru f.v., Hildur Eir Bolladóttir, Anna frá Moldnúpi, Friðrika Benónýs, Signý Hjálmarsdóttir

og í neðri röð f.v., Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ásdís Jóhannsdóttir og Guðrún Rannveig Stefánsdóttir.

Framundan er vinnuhelgi hjá ritstjórninni svo búast má við enn meiri fjölgun í hópnum. Ábendingar um efni og annað sem gæti átt erindi við okkur er vel þegið. Hægt er að hafa samband í netfangið skald@skald.is og á facebook-síðunni okkar.

Skáldkona dagsins er Friðrika Benónýsdóttir sem einnig er fræðikona og þaulreyndur bókmenntagagnrýnandi. Velkomin í hópinn!

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband