Hátt á þriðja hundrað skáldkonur

 

Nú eru skáldkonurnar orðnar 275 talsins á skáld.is. Mikið starf hefur verið unnið við vefinn frá upphafi og gríðarlega mörg handtök eru eftir. Við fögnum hverri konu sem sest á skáldabekkinn, sumar eru sveipaðar frægðarljóma, aðrar að stíga sín fyrstu skref á ritvellinum og enn aðrar rísa úr djúpi gleymsku og þöggunar og öðlast loksins tilvist meðal jafningja og verðskuldaðan heiður. 

 

Skáldkonur á myndunum í efri röð hafa allar bæst við á síðustu dögum.

Þær eru f.v., Hildur Eir Bolladóttir, Anna frá Moldnúpi, Friðrika Benónýs, Signý Hjálmarsdóttir

og í neðri röð f.v., Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Ásdís Jóhannsdóttir og Guðrún Rannveig Stefánsdóttir.

 

Framundan er vinnuhelgi hjá ritstjórninni svo búast má við enn meiri fjölgun í hópnum. Ábendingar um efni og annað sem gæti átt erindi við okkur er vel þegið. Hægt er að hafa samband í netfangið skald@skald.is og á facebook-síðunni okkar.

 

Skáldkona dagsins er Friðrika Benónýsdóttir sem einnig er fræðikona og þaulreyndur bókmenntagagnrýnandi. Velkomin í hópinn!

 

 

 

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband