• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Lilja Sigurðardóttir hlaut Blóðdropann öðru sinni


Í gær hlaut Lilja Sigurðardóttir Blóðdropann 2019, hin íslensku glæpasagnaverðlaun, fyrir bók sína Svik og er þetta annað árið í röð sem hún hreppir verðlaunin. Í fyrra fékk hún verðlaunin fyrir Búrið sem var lokahnykkur á æsispennandi þríleik. Lilja er ennfremur önnur konan sem hlýtur verðlaun Hins íslenska glæpafélags en þau komu í hlut Yrsu árið 2015. Verðlaunabókin Svik verður síðan tilnefnd sem framlag Íslands til Glerlykilsins sem besta norræna glæpasagan, líkt og Búrið í fyrra.

Dómnefnd Blóðdropans í ár skipa Vera Knútsdóttir, formaður, Páll Kristinn Pálsson og Kristján Atli Ragnarsson. Þau töldu helsta vægi sögunnar vera margslungin fléttan sem nyti sín í öruggum höndum höfundar. Auk þess prýddi söguna ríkulegt persónugallerý sem megi segja að sé stærsti kostur Lilju sem sé sérstaklega góð í að skapa sannfærandi persónur sem hrífa lesandann. Þá sverji sagan sig í ætt við skandinavísk ættmenni sín á sviði glæpabókmennta og sé í senn vel skrifuð og æsispennandi.

Skáld.is óskar Lilju innilega til hamingju.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband