Hvað er Blupl?


Barokksellóleikarinnn og skáldkonan Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sendi nú nýlega frá sér ljóðabókina Fugl/blupl en það er önnur ljóðabók höfundar. Fyrsta bók hennar er USS (2016). Áður hafa ljóð hennar birst í tímaritum og vakið athygli.

Enginn veit hvað Blupl þýðir en það skýrist kannski þegar ljóðin eru lesin. Steinunn Arnbjörg segir í viðtali við rúv að ljóðin koma til sín við hversdagslegar aðstæður þegar hún er úti að labba í sveitinni í Frakklandi þar sem hún býr eða þegar hún er að vaska upp, t.d. þetta (úr USS):

Börn Guðs Öll voru

dauðans matur en samansúrruð af köðlum væntumþykju og með allt í flækju hurfu þau aldrei alveg.