Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband

Hvað er Blupl?

 

Barokksellóleikarinnn og skáldkonan Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sendi nú nýlega frá sér ljóðabókina Fugl/blupl en það er önnur ljóðabók höfundar. Fyrsta bók hennar er USS (2016). Áður hafa ljóð hennar birst í tímaritum og vakið athygli.

 

Enginn veit hvað Blupl þýðir en það skýrist kannski þegar ljóðin eru lesin. Steinunn Arnbjörg segir í viðtali við rúv að ljóðin koma til sín við hversdagslegar aðstæður þegar hún er úti að labba í sveitinni í Frakklandi þar sem hún býr eða þegar hún er að vaska upp, t.d. þetta (úr USS):

 

 

 

Börn Guðs
Öll voru

 dauðans matur
en samansúrruð
af köðlum væntumþykju
og með allt í flækju
hurfu þau
aldrei alveg.

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload