SKÁLD.IS

Konur skrifa um konur sem skrifa

Soffía Auður Birgisdóttir 3. júní 2019

Þýðandi Selmu Lagerlöf og Karenar Blixen

Arnheiður Sigurðardóttir var einn af helstu þýðendum bókmennta yfir á íslenska tungu á liðinni öld. Hún lagði sig sérstaklega eftir að þýða skáldverk eftir konur og má þar nefna Selmu Lagerlöf, Karen Blixen, Pearl S. Buck, Svetlana Allelujevu, Mary McCarthy og Leonore Lönberg.

Arnheiður gaf einnig út endurminningar sínar með þeim skemmtilega tvíræða titli Mærin á menntabraut. Þar vísar hún hvort tveggja til skólagöngu sinnar sem og þeirra landamæra sem margar konur áttu erfitt með að yfirstíga á fyrri hluta síðustu aldar. Arnheiður er komin í skáldatalið og hér má lesa meira um hana.