"Steinsteypulitteratúr"

 

Ingibjörg Jónsdóttir (1933-1986) er höfundur fjölmargra bóka af ýmsu tagi, auk þess sem hún var mikilvirkur þýðandi. Hún þýddi m.a. þrjátíu af hinum vinsælu bókum Margit Sandemo um Ísfólkið. Ingibjörg hóf ritferil sinn snemma á sjöunda áratugnum með því að skrifa ástarsögur sem nutu mikilla vinsælda, Máttur ástarinnar (1961), Ást í myrkri (1962) og Ást til sölu (1963). Í blaðaviðtali vildi Ingibjörg þó ekki gera mikið úr þessum ritstörfum og kallaði bækurnar "steinsteypulitteratúr" því bækurnar hafði hún skrifað til að auka tekjur heimilisins því fjölskyldan stóð í íbúðarbyggingu. Ingibjörg var fyrsta konan sem átti leikrit á sviði Þjóðleikhússins en það var leikgerð af barnabók hennar Músabörn í geimflugi, sem sett var upp sem söngleikurinn Ferðin til Limbó árið 1964. Ingibjörg Jónsdóttir er komin í skáldatalið okkar.

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband