Eins og klettur

 

 

Skáldkona dagsins er Jóhanna Steingrímsdóttir, frá Nesi í Aðaldal, Suður-Þingeyjarsýslu (1920-2002). Hún var bóndakona sem skrifaði í hjáverkum og óskaði þess oft að hún hefði meiri tíma til ritstarfa. Í minningargrein um hana í Mogganum segir m.a. að hún hafi alltaf verið staðið eins og klettur að baki manni sínum. 

 

Jóhanna var kjarnakona, m.a. var hún í fylkingarbrjósti ásamt eiginmanni og öðrum góðbændum fyrir verndun Laxár í svokallaðri Laxárdeilu þegar Mývetningar sprengdu stíflu í ánni 25. ágúst 1970. Unnur Birna Karlsdóttir skáldkona og fræðimaður rannsakaði þennan merkisatburð og birti kafla um hann í doktorsritgerð sinni. 

 

Jóhanna Steingrímsdóttur sendi frá sér 14 bækur bæði fyrir börn og fullorðna, auk þess ritstýrði hún nokkrum bókum og tók virkan þátt í útgáfu byggðasögu Suður-Þingeyjarsýslu. 

 

 

Ljósmynd: Laxá í Aðaldal, veida.is

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband