• Steinunn Inga Óttarsdóttir

Ýsa og hamsatólg

Benný Sif Ísleifsdóttir sendi á síðasta ári frá sér skáldsöguna Grímu. Sagan gerist í Fiskiþorpi á árunum 1952-1968 og segir frá ýmsu skondnu í bæjarlífinu. Atburðarás og persónusköpun minna á Mávahlátur og Dalalíf. Sjónarhornið er hjá ýmsum persónum á víxl og sagan er stórskemmtileg aflestrar, ekki síst fyrir fólk sem man þá tíð þegar konur voru heimavinnandi og karlar á sjó, ýsa og hamsatólg í hádeginu og bara fínustu frúrnar áttu ísskáp og ryksugu.

Benný bætist í Skáldatalið í dag.

(mynd: Kvennablaðið)

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband