• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Marka Keisaramörgæsir tímamót?


Keisaramörgæsir eftir Þórdísi Helgadóttur er bók vikunnar á Rás 1 en Soffía Auður Birgisdóttir gerir henni góð skil hér á Skáld.is. Soffía Auður fer lofsamlegum orðum um bókina og veltir því fyrir sér hvort hún marki tímamót, líkt og sögur Svövu Jakobsdóttur forðum:

„Ég hvet alla sem vilja fylgjast með helstu straumum í íslenskum samtímabókmenntum að láta þetta smásagnasafn Þórdísar Helgadóttur ekki framhjá sér fara. Mér koma satt að segja í hug þau tímamót sem urðu með sögum Svövu Jakobsdóttur, þegar furðum var ofið saman við raunsæi og íslensk smásagnagerð tók þroskastökk. Mér virðist sem hér sé líka tekið ákveðið stökk og á von á að sögur Þórdísar verði umdeildar, að þær muni ekki falla öllum í geð, líkt og í tilviki Svövu. En hér er svo sannarlega eitthvað nýtt á ferðinni og ég hlakka til að sjá meira frá þessum höfundi. Sögur Keisaramörgæsa á ég eftir að endurlesa oft til að ráða í þann margbrotna 'veruleika' sem þar er settur fram."