• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Ódauðleg brjóst - Ásdís Ingólfsdóttir


Ljóð dagsins er Ódauðleg brjóst sem birtist í samnefndri ljóðabók eftir Ásdísi Ingólfsdóttur. Ljóðabókin kom út í fyrra og var tilnefnd á dögunum til Maístjörnunnar. Ljóðið er einnig að finna í nýútkomnu úrvalssafni Meðgönguljóða.

Ódauðleg brjóst

Fyrir daga silíkonsins

dillaði þetta dásamlega dúó í steríó

varð svo mónó

eins og fermingargræjur systur minnar

sem dóu drottni sínum

með The Monkees

nú hlusta ég

á saltvatnið gjálfra í silíkonpúðunum

hugsa um hversu erfitt

verður að þrífa

líkbrennsluofninn

eftir að þessi tvö skjótast um

eins og poppkorn

í hitanum

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband