Ódauðleg brjóst - Ásdís Ingólfsdóttir

 

 

Ljóð dagsins er Ódauðleg brjóst sem birtist í samnefndri ljóðabók eftir Ásdísi Ingólfsdóttur. Ljóðabókin kom út í fyrra og var tilnefnd á dögunum til Maístjörnunnar. Ljóðið er einnig að finna í nýútkomnu úrvalssafni Meðgönguljóða.

 

 

 

Ódauðleg brjóst

 

Fyrir daga silíkonsins

dillaði þetta dásamlega dúó í steríó

varð svo mónó

eins og fermingargræjur systur minnar

sem dóu drottni sínum

með The Monkees

 

nú hlusta ég 

á saltvatnið gjálfra í silíkonpúðunum

hugsa um hversu erfitt

verður að þrífa

líkbrennsluofninn

eftir að þessi tvö skjótast um

eins og poppkorn

í hitanum

 

Facebook
Líka við
Please reload

Please reload

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband