• Jóna Guðbjörg Torfadóttir

Bók vikunnar á Rás 1: Tungusól og nokkrir dagar í maí


Tungusól og nokkrir dagar í maí eftir Sigurlín Bjarneyju Gísladóttur er bók vikunnar á Rás 1. Ljóðabókin kom út árið 2016 og hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar árið eftir.

Bygging bókarinnar er býsna óhefðbundin; hún skiptist í þrjá hluta og geyma fyrsti og þriðji hluti prósaverk en annar hluti ljóð. Prósaverkin eru annars vegar skálduð dagbókarskrif Látru-Bjargar og hins vegar persónuleg dagbókarskrif úr samtímanum en þar fjallar skáldkonan um missi sinn og ástarsorg.

Það er vert að enda þessi fáeinu orð á einu ljóðanna úr þessari áhugaverðu bók Sigurlínar:

Núll

(undir áhrifum frá Corpus Hermeticum)

Farðu upp á hæstu tinda og í dýpstu dali, gakktu í eldinn, hafið og holur jarðar. Safnaðu saman í kjarna þinn: Eldi, vatni, jörð og andardrætti vinda.

Vertu fóstur, fædd, ung og öldruð deyðu farðu handan dauðans vertu samtímis í rýminu fyrir fæðingu og eftir dauða.

Vertu alls staðar og hvergi sólkerfi og sandkorn stjarna og steinn djúpt í jörðu glóandi stjörnusteinn og þá birtist núllstilling.

Senda inn efni

Vefurinn skáld.is er tileinkaður konum og skáldskap þeirra. Hér birtast viðburðir, fréttir, greinaskrif og fagurfræðilegir textar auk gagnabanka um íslenskar skáldkonur.

Ef þú lumar á efni um skáldkonu sem þú vilt koma á framfæri geturðu sent það inn með því að smella á hnappinn hér að neðan eða á netfangið: skald@skald.is

  • Black Facebook Icon
  • Black Twitter Icon
  • Black Instagram Icon

©2017 Skáld.is  |  ​Skáldaskinna ehf |   Ísland  |  skald@skald.is

Hafðu  samband