- Jóna Guðbjörg Torfadóttir
Fjórar skáldkonur tilnefndar til Maístjörnunnar
Dómnefnd fékk til umfjöllunar allar íslenskar ljóðabækur sem komu út á síðasta ári og skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Í dómnefnd sitja Sveinn Yngvi Egilsson, fyrir hönd Rithöfundasambandsins, og Eva Kamilla Einarsdóttir, fyrir hönd Landsbókasafnsins. Berja má ljóðabækurnar augum í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar þar sem þær verða til sýnis.
Maístjarnan var fyrst veitt árið 2017, og því er þetta í þriðja skiptið sem þau verða afhent. Athöfnin verður í Þjóðarbókhlöðunni þann 18. maí næstkomandi, á degi ljóðsins, og er verðlaunaféð 350 þúsund krónur.