Perla og Dís

Hvernig verður maður drottning samkvæmislífsins og á allra vörum, síðan hirðfífl þjóðarinnar eftir hrun og loks skrípó í áramótaskaupinu? Frægðin er fallvölt og það fékk söguhetja Perlunnar að reyna. Og hvernig á Dís að vita hvernig hún á að vera og hvað hún á að gera í þjóðfélagi þar sem allir eiga að meika það á öllum sviðum og geta ekki orðið hamingjusamir fyrr en þeim áfanga er náð?

Steinunn Inga Óttarsdóttir fjallar um Perluna eftir Birnu Önnu Björnsdóttur (2017) og Soffía Auður Birgisdóttur skrifar um fyrstu bók hennar, Dís (2000), sem hún skrifaði með tveimur öðrum.